Færsluflokkur: Bækur

Sigling Dagfara

“There was a boy called Eustace Clarence Scrubb, and he almost deserved it. His parents called him Eustace Clarence and masters called him Scrubb. I can’t tell you how his friends spoke to him, for he had none.”

 

Ég neyðist til að lesa Siglingu Dagfara í dag í tengslum við BA-verkefnið mitt. Mikið á ég bágt. Grin

 

Það er reyndar aðallega bókin sem á bágt ...

 

Það er orðið vandaverk að fletta henni af aldursástæðum – meira en helmingur blaðsíðanna er laus sökum oflesturs. En ég hef alltaf sagt að það hversu snjáð bók sé segi til um hversu mikið hún sé elskuð (svo hjálpar auðvitað ekki ef hún er í einstaklega óharðgerðri útgáfu). Annars er það á óskalistanum mínum að eignast allar Narníubækurnar á sama tungumálinu, og jafnvel sömu útgáfunni, og hugsanlega órifnar.

 

Umfjöllun um bókina kemur að lestri loknum.


Alveg hellings guðfræði og eitthvað

Ég er alvarlega að velta fyrir mér að skipta algjörlega um gír í BA-verkefni á síðustu stundu, og taka að mér að skrifa guðfræðibók á nútímaslangri. Það er svosem ekki vitað til þess að Marteinn Lúther hafi látið eftir sér hafa hin fleygu orð "Mammaðín getur tekið orð sín aftur, skilurðu" og Karl Barth hefði líklega ekki sjálfur útskýrt andstöðu sína gegn náttúruguðfræði með frasanum "Hate the game, not the player". Enginn páfi er skráður á spjöld sögunnar fyrir að hafa sagt "Gaur ... WTF?", og Paul Tillich lýsti því væntanlega aldrei yfir að hann vildi "fatta hvað fólk væri að pæla". En hvað er eiginlega því til fyrirstöðu að svona málfar sé notað? Ég hyggst gefa út bókina Alveg hellings guðfræði og eitthvað við fyrsta tækifæri.

=Þ.


Narnía og frekari Lewis-pælingar

Ég kom á dögunum höndum yfir bókina Miracles eftir C. S. Lewis. Kærleikur minn til hans hafði kólnað örlítið eftir að við ræddum pistil hans um hjónaband í siðfræði (vil þó taka fram að sú kólnun var þó aldrei meiri en kólnun kærleika manns til foreldra sinna þegar þau fara í taugarnar á manni – tímabundin kólnun, en samt kærleikur sem slokknar aldrei) – þar talar hann um efni sem hann þekkir ekki (a.m.k. ekki á þessum tímapunkti í lífi sínu, pistillinn er skrifaður áður en hann gifti sig) og beitir rökum sem eru, kannski þess vegna, á sandi reist.
Æ, við getum talað um Lewis og kvenfólk seinna. Það sem ég vildi sagt hafa er að kafli snemma í Miracles blæs nýju lífi í kærleik minn í garð C. S. Lewis. Bókin kom fyrst út 1947, sem er þremur árum áður en Ljónið, nornin og skápurinn kom út fyrst Narníubókanna (1950, fyrir þá sem eru slakir bæði í bókmenntasögu og reikningi). Í 2. kafla Miracles er Lewis í sci-fi stuði og ræðir möguleikann á tilvist annarra heima. Það orðar það einfaldlega enginn eins vel og hann, og hér er því í held sinni málsgreinin sem um ræðir:

“In that sense there might be several ‘Natures’. This conception must be kept quite distinct from what is commonly called ‘plutality of worlds’ – i.e. different solar systems or different galaxies, ‘island universes’ existing in widely separated parts of a single space and time. These, however remote, would be parts of the same Nature as our own sun: it and they would be interlocked by being in relations to one another, spatial and temporal relations and causal relations as well. And it is just this reciprocal interlocking within a system which makes it what we call a Nature. Other Natures might not be spatio-temporal at all: or, if any of them were, their space and time would have no spatial or temporal relation to ours. It is just this discontinuity, this failure of interlocking, which would justify us in calling them different Natures. This does not mean that there would be absolutely no relation between them; they would be related by their common derivation from a single Supernatural source. They would, in this respect, be like different novels by a single author; the events in one story have no relation to the events in another except that they are invented by the same author. To find the relation between them you must go right back to the author’s mind: there is no cutting across from anything Mr Pickwick says in Pickwick Papers  to anything Mrs Gamp hears in Martin Chuzzlewit. Similarly there would be no normal cutting across from an event in one Nature to an event in any other. By a ‘normal’ relation I mean one which occurs in virtue of the character of the two systems. We have to put in the qualification ‘normal’ because we do not know in advance that God might not bring two Natures into partial contact at some particular point: that is, He might allow selected events in the one to produce results in the other. There would thus be, at certain points, a partial interlocking; but this would not turn the two Natures into one, for the total reciprocity which makes a Nature would still be lacking, and the anomalous interlockings would arise not from what either system was in itself but from the Divine act which was bringing them together. If this occured each of the two Natures would be ‘supernatural’ in relation to the other: but the fact of their contact would be supernatural in a more absolute sense – not as being beyond this or that Nature but beyond any and every Nature. It would be one kind of miracle. The other kind would be Divine ‘interference’ not by the bringing together of two Natures, but simply.”

-C. S. Lewis, Miracles, 1947, bls. 12-14

Ég hélt eftir fyrsta lestur að mig hlyti að misminna útgáfuártöl bókanna – aldrei hefur nokkur maður, hvorki fyrr né síðar, orðað betur hvernig heimar Narníu eiga að virka (skiljanlega kannski, þar sem hann er höfundur þeirra). Heimar sem eru hvorki tengdir í tíma né rúmi; það eina sem þeir eiga sameiginlegt er almáttugur guðdómlegur skapari. Eini möguleikinn á samgöngum milli þessara tveggja heima er fyrir tilstilli þessa skapara. Kviknaði hugmynd Lewis að heimakerfi Narníu eftir þessar vangaveltur? Eða var hann hér að slá fram hugmynd úr barnabók sem hann var með í kollinum?
Óháð því hvort hænan eða eggið kom á undan, þá finnst mér rosalega spennandi að sjá hér svart á hvítu þessa útskýringu hans; ekki bara því hún er gagnleg sem slík, heldur því þetta sýnir aftur hvað Lewis er jafnvel í sínum villtustu fantasíu- og vísindaskáldskapssögum aldrei bara að bulla án þess að hugsa hlutina lógískt í gegn. “Afþvíbara” er aldrei skýring hjá honum, það er alltaf einhver kenning á bak við allt sem hann lætur gerast. M.a.s. í vísindaskáldskaparþríleiknum sínum (og þar má finna býsna kreisí hluti, get ég sagt ykkur) er hugsunin á bak við hugmyndirnar alltaf “hvað ef þetta væri svona?” eða  “við vitum ekki hvernig þetta virkar, hvað ef það virkaði í rauninni svona?”.
Skrifaði þessi virti fræðimaður og heimspekingur vísindaskáldskap og fantasíu vegna þess að þannig gat hann komið brjáluðustu kenningum sínum og pælingum frá sér án þess að vera sendur með hraði á hælið? Eða afbar hann bara ekki að senda frá sér nokkuð sem var ekki þaulhugsað og útpælt, ekki einu sinni barnabók? Ég skil satt best að segja báðar tilfinningarnar. En það er bara svo merkilegt að finna þarna þennan fyrirboða Narníubókanna.

=Þ.

 PS. Ég vona að ég sé ekki að fara að lenda í fangelsi vegna ritstulds fyrir að birta svona langan texta úr Miracles ... það er bara engin leið að tala um hann nema fólk sé búið að lesa hann. Kaupiði bækur eftir C. S. Lewis, svo mér líði betur.


Sannleikurinn um Jones og Lewis

Eins og flestir sem þekkja mig vita er ég mikill aðdáandi C. S. Lewis. Margir vita líka að ég er ákaflega takmarkaður aðdáandi Gareth Jones, mannsins sem skrifaði hina hræðilega þreytandi Christian Theology, aðferðafræðibókina okkar frá því á haustönninni. Jones gæti líklega komið hlutunum ágætlega frá sér, en vandar sig svo við að fara varlega að lesendum sínum og öllum þeim hugmyndum sem þeir gætu mögulega haft, að hann nær varla að koma sínum eigin hugmyndum frá sér. Ég brosti þess vegna við lesturinn á bók Jones þegar ég sá speglast hjá honum, svo gott sem orðrétt, skoðun sem Lewis hæðist að ... það er næstum kómískt hversu auðveldlega Jones gæti verið maðurinn sem Screwtape talar um:

 

Lewis (úr skáldsögunni The Screwtape Letters, þar sem eldri djöfull ráðleggur yngri djöfli um hvernig sé best að brengla hugsun og hugmyndir mannsins): "He doesn’t think of doctrines as primarily “true” or false”, but as “academic” or “practical”, “outworn” or “contemporary”, “conventional” or “ruthless”. Jargon, not argument, is your best ally ... Don’t waste time trying to make him think that materialism is true!"

Jones (úr Christian Theology; þeir feitletra m.a.s. sama orð!): "... because it is impossible to identify a position from which one might verify or falsify, once and for all, whether or not, for example, the doctrine of the Trinity is true. What this question really means, of course, is “Is the doctrine of the Trinity accurate?” ... “truth” itself is contextual, and therefore determined for a given community by a given set of circumstances."

 

Það er samt líklega best að hafa allan varann á og taka fram að ég er ekki með þessu að segja að Jones sé andsetinn, eða sendur af djöflinum. Ég er heldur ekki að segja að ég sé fylgjandi hugmyndinni um að allt sé annaðhvort-eða sannleikur; ég er reyndar nær þeirri skoðun en afstæðishugmynd Jones, en það er önnur saga. Ég skelli bara upp þessum tilvitnunum vegna dásamlegs skemmtanagildis þeirra, eða réttara sagt skemmtanagildis þess hversu óhugnanlega líkar þær eru!


Um bloggið

Talhonjik

Höfundur

Þóra Ingvarsdóttir
Þóra Ingvarsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ekki laust við að smá skemmdir sjáist ef vel er horft
  • Ekki laust við að smá skemmdir sjáist ef vel er horft
  • Ég og Gunna-2
  • 9
  • 8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 346

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband