Færsluflokkur: Ljóð

Ástarsaga frá Tjörninni

Ástarsaga frá Tjörninni

 

Framhjá Tjörninni skokkar Ella

Algjör mega Sautján-gella

Skransar þegar andarsteggur

stekkur uppúr og í hana leggur.

 

“Elsku Ella,” kvakar hann,

“hvað ég er feginn að ég þig fann!

Ég sé þig svo oft á hlaupum hér –

Þú veist ekki hvað ég er skotinn í þér!”

 

Æpoddinn Ella úr eyrum ei tók

En arkaði áfram og hraðann jók

Steggurinn elti með tárin í augum

Og Ellu tók gjörsamlega á taugum.

 

“Ástin, það er aðeins þú sem ég vil,

Góða, segðu að þú sjáir þó til!

Því þú færð aldrei að losna við mig

Fyrr en ég fæ að kyssa þig!”

 

 “Ó mæ gad,” Ella að lokum stundi,

er þolinmæðin að síðustu hrundi.

“Komdu þá hérna, árans önd;

Einn koss og svo siglirðu leið og lönd!”

 

Svo enginn sæi, í skjóli trés,

Smellti hún kossi á andar fés

En síðan undrun Ellu fyllti –

Steggurinn varð að myndarpilti!

 

Ella hætti öllu voli –

öndin orðin feikna foli!

Ástsjúk féll hún í hans arma

gleðitárin blikandi á hvarma.

 

En folinn Ellu frá sér henti

svo hissa hún á jörðinni lenti.

“Ástin,” Ella spurði smeyk,

“hvað meinarðu með þessum leik?”

 

Úr vasanum folinn spegil dró

Skoðaði sig og glaður hló

Hnyklaði vöðvana yfir sig spenntur

og brosti hvít- og fagurtenntur.

 

“Beibí,” sagði hann, “þú leystir mig,

En ég er of góður fyrir þig!

Þú ert bara ekki nógu flott –

Sjáðu hvað ég er orðinn hot!”

 

Speglinum stakk hann aftur í vasa

Tékkaði hárið og hélt á Nasa

Ellu orðlaust eftir lét -

ein við Tjörnina sat hún og grét.

-Þóra Ingvarsdóttir 


Um bloggið

Talhonjik

Höfundur

Þóra Ingvarsdóttir
Þóra Ingvarsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ekki laust við að smá skemmdir sjáist ef vel er horft
  • Ekki laust við að smá skemmdir sjáist ef vel er horft
  • Ég og Gunna-2
  • 9
  • 8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband