30.1.2008 | 10:13
Sannleikurinn um Jones og Lewis
Eins og flestir sem þekkja mig vita er ég mikill aðdáandi C. S. Lewis. Margir vita líka að ég er ákaflega takmarkaður aðdáandi Gareth Jones, mannsins sem skrifaði hina hræðilega þreytandi Christian Theology, aðferðafræðibókina okkar frá því á haustönninni. Jones gæti líklega komið hlutunum ágætlega frá sér, en vandar sig svo við að fara varlega að lesendum sínum og öllum þeim hugmyndum sem þeir gætu mögulega haft, að hann nær varla að koma sínum eigin hugmyndum frá sér. Ég brosti þess vegna við lesturinn á bók Jones þegar ég sá speglast hjá honum, svo gott sem orðrétt, skoðun sem Lewis hæðist að ... það er næstum kómískt hversu auðveldlega Jones gæti verið maðurinn sem Screwtape talar um:
Lewis (úr skáldsögunni The Screwtape Letters, þar sem eldri djöfull ráðleggur yngri djöfli um hvernig sé best að brengla hugsun og hugmyndir mannsins): "He doesn’t think of doctrines as primarily “true” or false”, but as “academic” or “practical”, “outworn” or “contemporary”, “conventional” or “ruthless”. Jargon, not argument, is your best ally ... Don’t waste time trying to make him think that materialism is true!"
Jones (úr Christian Theology; þeir feitletra m.a.s. sama orð!): "... because it is impossible to identify a position from which one might verify or falsify, once and for all, whether or not, for example, the doctrine of the Trinity is true. What this question really means, of course, is “Is the doctrine of the Trinity accurate?” ... “truth” itself is contextual, and therefore determined for a given community by a given set of circumstances."
Það er samt líklega best að hafa allan varann á og taka fram að ég er ekki með þessu að segja að Jones sé andsetinn, eða sendur af djöflinum. Ég er heldur ekki að segja að ég sé fylgjandi hugmyndinni um að allt sé annaðhvort-eða sannleikur; ég er reyndar nær þeirri skoðun en afstæðishugmynd Jones, en það er önnur saga. Ég skelli bara upp þessum tilvitnunum vegna dásamlegs skemmtanagildis þeirra, eða réttara sagt skemmtanagildis þess hversu óhugnanlega líkar þær eru!
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bækur, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:18 | Facebook
Um bloggið
Talhonjik
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaaaad... jónes-bókin hljómar skemmtilega, dettur í hug sena úr bíómynd þar sem eiginmaðurinn lá í rúminu og las hagfræði en eiginkonan gat ekki sofnað, þá bauðst eiginmaðurinn til að leysa vandann: "darling, shall I bore you to sleep?" og las svo fyrir hana hagfræði. Jones kæmi eflaust að sömu notum.
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 30.1.2008 kl. 15:23
....? Ertu semsagt að gefa það í skyn að Gareth Jones sé ekki sendur af djöflinum?
Could have fooled me
Jakob (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.