3.2.2008 | 14:23
Ástarsaga frá Tjörninni
Ástarsaga frá Tjörninni
Framhjá Tjörninni skokkar Ella
Algjör mega Sautján-gella
Skransar þegar andarsteggur
stekkur uppúr og í hana leggur.
Elsku Ella, kvakar hann,
hvað ég er feginn að ég þig fann!
Ég sé þig svo oft á hlaupum hér
Þú veist ekki hvað ég er skotinn í þér!
Æpoddinn Ella úr eyrum ei tók
En arkaði áfram og hraðann jók
Steggurinn elti með tárin í augum
Og Ellu tók gjörsamlega á taugum.
Ástin, það er aðeins þú sem ég vil,
Góða, segðu að þú sjáir þó til!
Því þú færð aldrei að losna við mig
Fyrr en ég fæ að kyssa þig!
Ó mæ gad, Ella að lokum stundi,
er þolinmæðin að síðustu hrundi.
Komdu þá hérna, árans önd;
Einn koss og svo siglirðu leið og lönd!
Svo enginn sæi, í skjóli trés,
Smellti hún kossi á andar fés
En síðan undrun Ellu fyllti
Steggurinn varð að myndarpilti!
Ella hætti öllu voli
öndin orðin feikna foli!
Ástsjúk féll hún í hans arma
gleðitárin blikandi á hvarma.
En folinn Ellu frá sér henti
svo hissa hún á jörðinni lenti.
Ástin, Ella spurði smeyk,
hvað meinarðu með þessum leik?
Úr vasanum folinn spegil dró
Skoðaði sig og glaður hló
Hnyklaði vöðvana yfir sig spenntur
og brosti hvít- og fagurtenntur.
Beibí, sagði hann, þú leystir mig,
En ég er of góður fyrir þig!
Þú ert bara ekki nógu flott
Sjáðu hvað ég er orðinn hot!
Speglinum stakk hann aftur í vasa
Tékkaði hárið og hélt á Nasa
Ellu orðlaust eftir lét -
ein við Tjörnina sat hún og grét.
-Þóra Ingvarsdóttir
Um bloggið
Talhonjik
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 489
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
awwww... ég veit ekki hvort mér finnst þetta fyndið eða sorglegt. Ætla að skjóta á fyndið, því ég hef orðspor að vernda ;)
Katrín M., 3.2.2008 kl. 16:54
Ótrúlega flott hjá þér! Geðveikt fyndið :)
Anna Margrét (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 12:51
Alveg frábært ljóð!
Valborg (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 19:02
fyndin :)
. (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.