Romantic dates with sensitive gentlemen in Reykjavik - click here!!!

Ef guðfræðidæmið gengur ekki upp er ég að hugsa um að reyna fyrir mér sem manneskja sem finnur upp þessar pirrandi netauglýsingar sem eru allsstaðar. Fyrir það fyrsta eru þær áhugavert fyrirbæri fyrir þær sakir að þær eru mögulega það eina í öllum netheiminum af öllu sem fyrirfinnst þar (og það finnst ALLT á netinu. Þegar ég segi það meina ég A L L T) sem nákvæmlega 100% allra veraldarvefsgesta eru sammála um. Þú getur alltaf fundið einhvern sem finnst tiltekin hljómsveit ömurleg og annan sem finnst hún æðisleg, eða einn sem setur kakóduftið á undan mjólkinni og annan sem setur mjólkina fyrst – en ég get með fullvissu bókað það að það finnst ekki nokkur maður á netinu sem finnst pop-up auglýsingar skemmtilegar. Um það mál ríkir alþjóðleg sátt. Ef maður er einhverntímann niðurkominn í fjandsamlegu landi, umkringdur vopnuðum óvinum, og líf manns veltur á því að maður segi eitthvað sem þeir munu vera algjörlega sammála, þá er ekki slæm hugmynd að segja “Úff hvað ég hata pop-up auglýsingar. Finnst ykkur þær ekki ömurlegar?”.

Nú, semsagt. Í slíkum ferli myndi ég losna við alla óvissu um hvað fólki fyndist um mig (það myndu allir hata mig, undantekningalaust). Svo hef ég líka komið auga á nokkra ónýtta fleti markaðarins ... núna áðan ýtti ég t.d. næstum á auglýsingatengil því hann var svo málfræðilega rangur. Ég hreinlega sá rautt, ruglaðist í rýminu og vissi ekki hvað ég gerði þar til það var næstum orðið of seint. Það má semsagt kanna markaðinn fyrir auglýsingar miðaðar við málfræði- og stafsetningarnasista: ég veit t.d. ekki hvort ég gæti staðist tengilinn “is you’re grammer good? Corect me!!!!!!!”, þó ég vissi að það væri rugl tengill. Svona lagað togar einfaldlega í einhverja sársaukafulla strengi djúpt í sálarfylgsnum mínum – ég er örugglega ekki eina manneskjan sem væri hægt að særa svo djúpu málfarssári að við getum ekki annað gert en slegið frá okkur í örvæntingu með því að ýta á tengilinn.

Síðan er það kynjamiðunin. Ég veit ekki hvort karlmenn eru líklegri til að falla fyrir einhverjum svona auglýsingum, en það er alveg merkilegt hversu oft ég fæ boð um heitar konur í Reykjavík sem vilja sofa hjá mér í kvöld (eru lesbíur í einhverskonar útrás? Ég er að sjálfsögðu upp með mér, en …), og hversu sjaldan (þ.e. aldrei) boð um heita karlmenn í Reykjavík sem vilja bjóða mér í rómantískan kvöldverð í kvöld. Þetta er alveg góður helmingur af markaðnum sem auglýsendur eru að horfa framhjá! Ég meina, sjáið þetta fyrir ykkur: ég er að vafra á vefnum, og kem að sjálfsögðu fyrr en síðar inn á síðu með auglýsingabanner. Við hliðina á auglýsingunni um að mín bíði skilaboð frá brjóstgóðri, nærfataklæddri konu sem kallar sig hot4u23 er önnur auglýsing: mín bíða líka skilaboð um að PrinceCharming25 (hár, dökkur og myndarlegur) sé að leita að einhverjum til að bjóða á rómantíska gamanmynd og deila tilfinningum sínum með. Í staðinn fyrir að beinast að 50% markaðsins beinist þessi auglýsing að 100% hans! Ég væri geðveikur auglýsingahönnuður.

=Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha! Ég elska þig! Má ég ættleiða þig? :D

Hulda (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Það á að setja mjólkina á undan kókómaltinu og fá sér poppöpblokker.  Það hefur enginn áhuga á að bjóða mér kynlíf, bara peninga, ég var t.d. að vinna í Slésvík-Holstein lottóinu, jibbí.

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 7.4.2008 kl. 20:11

3 identicon

nei maður á klárlega að setja kókómaltið á undan mjólkinni...þá kemur svo góð drulla á botninn...hehheh mmmm

Anna (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Talhonjik

Höfundur

Þóra Ingvarsdóttir
Þóra Ingvarsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ekki laust við að smá skemmdir sjáist ef vel er horft
  • Ekki laust við að smá skemmdir sjáist ef vel er horft
  • Ég og Gunna-2
  • 9
  • 8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 391

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband