Ljúfa lífið

Hmmm. Hjólferð í sólskininu þegar er nýbúið að rigna, sausage rolls á la mamma, kiwi og Doctor Who. Veðrið er gott, margir dagar í næsta próf (fjórir eru víst margir), ég komin með vinnu í sumar, og gluggatjöld v.2.0 virka vel (æsispennandi ævintýri mín við að hjóla heim með tvo fermetra af froðuplasti í hvassviðri og það hvernig ég bjó til gluggatjöld með aðstoð þess (froðuplastsins, ekki hvassviðrisins) væru efni í aðra bloggfærslu). Bakaði siðfræðiprófið á föstudaginn sl. (9,5 kalla ég bakstur og kaffi með því), og hugsa að ég hafi sömuleiðis straujað Schleiermacher og Nietzsche á trúarheimspekiprófinu í morgun, þó það sé en óstaðfest tilgáta. Stefnan er að taka svipuð heimilisverk á prófin tvö sem eru eftir (ryksuga díakoníuna og skúra trúfræðina, kannski?), þannig að ætli ég verði ekki að leggjast yfir bækurnar á morgun. En ekki fyrr en á morgun. Í kvöld er lífið bara meiri Doctor Who og svo upp í rúm þar til ég sofna útfrá Wheel of Time. Ljúft.

=Þ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í hvaða seríu ertu af Dr. Who?
finnst þetta lúmst spes, eða ert þú kannski að tala um bækurnar og ég sjónvarpsefnið?
Wheel of Time klikkar allavega ekki er með þetta allt saman á hljóðbók hérna úti þar sem að mp3 spilarinn rúmaðist mun betur í ferðatöskunni minni þegar ég flutti út heldur en allar bækurnar mínar sem ég les aftur og aftur
I wonder why....

Margrét B (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Talhonjik

Höfundur

Þóra Ingvarsdóttir
Þóra Ingvarsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ekki laust við að smá skemmdir sjáist ef vel er horft
  • Ekki laust við að smá skemmdir sjáist ef vel er horft
  • Ég og Gunna-2
  • 9
  • 8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 355

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband