Sumarið og haustið

Ég blogga ekki þessa dagana, vegna þess að ég hef frá engu að segja. Lífið gengur út á að vakna, selja fólki barnaföt í Debenhams, koma heim, lesa/horfa á sjónvarp/spila tölvuleiki, og sofna. Einn frídagur í viku sem fer þá í tiltekt og Bónusferð. Ekki misskilja mig, ég elska vinnuna mína; þetta er bara svo mikið einhæfara en ég á að venjast. Svona er lífið þegar er enginn skóli.

Ástand mitt utan skóla er sorgleg saga. Viku eftir próflok hafði ég það fínt. Eftir tvær vikur hefði ég verið alveg til í að fara aftur í skólann. Eftir þrjár var ég komin vel á veg með fráhvarfseinkenni, og held aðeins aftur af yfirþyrmandi þunglyndi nokkurskonar and-skólaleiða míns með því að vera með guðfræðibækur á náttborðinu. Í sumar hef ég því fræðst allnokkuð um hugmyndina um höfuðsyndirnar sjö, guðfræði Freuds, sögu fyrstu krossferðarinnar o.fl., auk þess að vera byrjuð að glugga í grískuna. Sorgleg? Nei, þetta er bara áhugamál mitt. Ég er bara svo heppin að það er líka það sem ég er að læra á veturna!

England eftir tvær vikur, Ítalía eftir rúmar þrjár. Undirbúningur Interrail-ferðarinnar gengur (hratt þegar maður andar ofan í hálsmálið á fólki en annars töluvert hægar), en planið er á heildina litið nokkurnveginn komið - Ítalía-Slóvenía-Ungverjaland-Slóvakía-Austurríki-Þýskaland. Sendi póstkort ef ég ákveð að setjast að í Slóveníu og gerast geitabóndi. Hví ekki?

Síðan er það heimkoma og skólasetning. Og McGrath, einn af þremur mönnum í lífi mínu (hinir tveir eru að sjálfsögðu C. S. Lewis og Tuomas Holopainen), á leið til landsins í september! Við Jakob bekkjarbróðir höfum planað að sitja í fremstu röð á öllum fyrirlestrunum hans og redda okkur backstage-pössum. 

Hér sést kappinn. Geislandi af guðfræðivisku!
 
=Þ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl.

Ég skil þig mjög vel!

En það er samt gaman að geta slakað aðeins á lestrinum og litið yfir stóru flóru Guðfræðinnar og valið sérstaklega út það sem manni finnst áhugaverðast án þess að hugsa hvað sá þáttur gildir mikið á prófi. Ég sé að þú ert búin að halda þér vel við, ég er að reyna það sama. Maður veit bara nær ekki hvar maður á að byrja!

Bestu Kveðjur.

Jakob (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 11:56

2 identicon

Ég hélt að það væru bara hreindýrabændur í Slóveníu ;)

Hulda (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 16:07

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Og hvað finnst þér svona sérstakt við McGrath?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.7.2008 kl. 17:06

4 Smámynd: Þóra Ingvarsdóttir

McGrath skrifar svo skemmtilega og skýra guðfræðitexta - hann nær að gera efnið enn áhugaverðara en það var fyrir. Geysifróður maður og auðskiljanlegur flytjandi; hef heyrt nokkrar fyrirlestraupptökur frá honum, m.a. klukkutíma samræður hans og Richards Dawkins. Þar fór allt fram með kurteisasta og fagmannlegasta móti. Semsé margar góðar ástæður fyrir aðdáun minni á McGrath!

Þóra Ingvarsdóttir, 19.7.2008 kl. 00:09

5 identicon

Gaman að hitta þig um daginn mín kæra.
Eer enn að lifa á minningunni um hvað þú varst glæsileg og hvað ræðan þín var stórskemmtileg
(" eins og þegar ég ákvað að mála þvottahúsið heima hjá mér"....) Snilld!

Langar mikið að sjá þig aftur áður en ég fer aftur út,
hvenær ferð þú sjálf til Englands? Eða í lestarferðina frá Ítalíu?

 Væri gaman að ná stutt af þér :D

Bestu kveðjur að Norðan
þín

Margrét Brynjars (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Talhonjik

Höfundur

Þóra Ingvarsdóttir
Þóra Ingvarsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ekki laust við að smá skemmdir sjáist ef vel er horft
  • Ekki laust við að smá skemmdir sjáist ef vel er horft
  • Ég og Gunna-2
  • 9
  • 8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 363

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband