Vandi náungakærleikans

Fyrsti tíminn minn í Guðfræði díakoníunnar I var í dag. Kannski eftir því full snemmt að segja til um fagið sem heild, en fyrsti tíminn greip mig svo sannarlega ekki. Fagið virðist ganga út á spurninguna “hvers vegna ætti kristið fólk að sýna náungakærleik skv. Biblíunni?”, og felast í uppflettingu á versum og umræðu um þau. Heillandi? Hélt ekki. Efni í heilan áfanga? Svo sannarlega ekki. Æ, við sjáum til hvernig fer, kannski eru þetta bara byrjunarörðugleikar.

Þessi tími vakti reyndar upp eina spurningu hjá mér, sem Kristján Valur kennari sagðist ekki hafa velt fyrir sér áður – þannig að tíminn var svosem ekki með öllu ágóðalaus. Kærleiksverkin, náungakærleikurinn og þjónustan sem díakonían gengur út á, eru, skv. Kristjáni og Biblíunni (miskunnsami Samverjinn, hugmyndin um að það sem maður geri sínum minnsta bróður o.s.frv.), alltaf þjónusta við Krist sjálfan – semsagt, Guð biður um að við sýnum náungakærleik, og með því að sýna náunganum hann sýnum við Guði hann. Flestir kannast við þetta (ég man t.d. eftir þessu stefi í jólasögunni um Panov afa).

Vandamálið sem ég sé við hugmyndina er hins vegar þetta: Guð segir “sýndu náungakærleika”. Ef við hlýðum þessu boði vegna þess að Guð segir það, þá erum við að þjónusta Guð vegna guðsótta; hvatinn á bak við hlýðnina er ekki náungakærleikur heldur Guðkærleikur, ef svo má að orði komast, og við höfum þar með óhlýðnast því sem við erum að reyna að hlýðnast – við breyttum ekki af náungakærleik heldur guðsótta, sem var ekki það sem var beðið um.

Þá er ég ekki að tala um að við segjum “ég ætla að vera almennileg(ur) við náungann þó mig langi ekki til þess, því þá er ég í góðu bókunum hjá Guði”, heldur “mig langar til að breyta rétt vegna þess að það er það sem Guð vill”. Það er munur þar á. Fyrri hugsunin er augljóslega rangur hugsunarháttur, en vandinn sem ég er að tala um er sá sem felst í seinni hugsuninni, þó hún virki góð og rétt við fyrstu umhugsun. Hvatinn að lönguninni til að breyta rétt þar er ekki náungakærleikur heldur “vegna þess að það er það sem Guð vill”; við erum því að óhlýðnast boði Guðs “sýndu náungakærleika” með því að hlýða því! Eina leiðin til að hlýða þessu boði Guðs, að breyta af sönnum náungakærleika, er því að sýna náungakærleika algjörlega óháð því hvort Guð biðji um það eða ekki.

Ef við hlýðum boðinu, þá óhlýðnumst við því; eina leiðin til að hlýða því er að breyta án þess að hlýða því.

Snúið boð. Hugmyndir? Athugasemdir?


Nýtt blogg

Já, ég lét undan félagsþrýstingi. Já, ég fylgdi straumnum. Já, ég vildi vera hip og kúl og eiga Moggablogg, "fullorðins"blogg, eins og allir svölu krakkarnir. Ég gæti réttlætt mig með allskonar orðlengjum, en ég ætla ekki að gera það. Láttu mig vera.


« Fyrri síða

Um bloggið

Talhonjik

Höfundur

Þóra Ingvarsdóttir
Þóra Ingvarsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ekki laust við að smá skemmdir sjáist ef vel er horft
  • Ekki laust við að smá skemmdir sjáist ef vel er horft
  • Ég og Gunna-2
  • 9
  • 8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 412

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband