16.2.2008 | 19:50
Myndirnar hennar Huldu og lestrarlistar
Alveg ótrúlega hæfileikarík stelpa hún Hulda Hólmkelsdóttir, kórHuldan mín - skoðið ljósmyndirnar hennar og segið mér að þær séu margar 15 ára stelpurnar sem eru komnar með svona skilning á myndmiðlinum. Svo ég haldi áfram að tjá aðdáun mína á Huldu, þá má einnig heyra hana syngja, sem er engu síðri skemmtun.
Ég gerði mér ekki almennilega grein fyrir því hversu mikinn lestur ég er búin að koma mér í fyrr en ég fór að velta því fyrir mér hvers vegna ég virtist aldrei gera neitt nema lesa en ætti samt alltaf svo mikið eftir að lesa, og gerði lista. Fjórir listar, hver öðrum skemmtilegri:
Bækur sem ég er að lesa því skólinn segir það:
Magnús Jónsson Saga kristinnar kirkju
M. S. Lausten Kirkehistorie
Sigurjón Árni Eyjólfsson Guðfræði Marteins Lúthers
Sigurjón Árni Eyjólfsson Kristin siðfræði
Sigurjón Árni Eyjólfsson Tilvist, trú og tilgangur (já, maðurinn kennir mér)
G. Skirbekk og N. Gilje Heimspekisaga
S. Kierkegaard Uggur og ótti
Alister McGrath Historical Theology
Einar Sigurbjörnsson Kirkjan játar
G. Bexell og C. Grenholm Siðfræði af sjónarhóli guðfr. og hsp.
H. K. Nielsen Han elskede os først
J. M. Barnett The Diaconate
Bækur sem ég er að lesa mér til aukinnar fræðslu og skemmtunar:
Khaled Hosseini Flugdrekahlauparinn
Keith Ward Is Religion Dangerous?
Brian Davies The Reality of God and the Problem of Evil
Iain Banks The Steep Approach to Carbadale
Alister McGrath Christian Theology
C. S. Lewis Timeless at Heart
C. S. Lewis The Problem of Pain
Játningar Ágústínusar
Einar Sigurbjörnsson Credo
Bækur sem ég er að endurlesa (kannski ekki góð hugmynd):
Terry Goodkind Wizards First Rule
Mercedes Lackey The Serpents Shadow
Astrid Lindgren Ronja ræningjadóttir
Sören Olsson og Anders Jacobsson Áhyggjur Berts (já, í alvörunni)
Bækur sem mig langar að lesa:
D. Cowan og D. Bromley Cults and New Religions
Francis Schaeffer The God Who Is There o.fl.
Scott Lynch The Gentleman Bastard serían
Guy Gavriel Kay Tigana o.fl.
Franco Ferrucci The Life Of God As Told By Himself
Platón Kríton o.fl.
George R. R. Martin Song of Ice and Fire serían
Jostein Gaarder Veröld Soffíu (þ.e.a.s. mig langar að endurlesa hana)
Semsagt, 33 bækur eða bókaseríur sem eru einhversstaðar á lestrarlistanum mínum. Og þetta eru bara þær sem ég mundi eftir, ég veit að það eru t.d. fleiri sem mig langar að lesa. Má ég fá nokkra aukaklukkutíma í sólarhringinn minn? Ég andvarpa þungt í hvert skipti sem einhver segir "ég var að lesa bók sem ég VEIT að þú munt vilja lesa!".
-Þ.
P.S. Alls ekki skilja þetta sem svo að ég vilji ekki að fólk mæli við bókum við mig. Ég fíla það og þrái! Ég andvarpa kannski, en komið endilega með fleiri bókameðmæli!
Um bloggið
Talhonjik
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það munaði ekki um bókalistann. Ekki öfunda ég þig nú af honum þó án efa sé þónokkuð áhugavert þarna á ferðinni.
Ekki vissi ég að Hulda byggi yfir þessari hlið, Hulda ef þú lest þetta eru myndirnar þínar æðislegar Og Þóra, augljóst að við þekkjum mikið af hæfileikaríku fólki
Valborg (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 11:09
Takk æðislega mikið fyrir elsku besta Þóra. Þín er saknað alveg óstjórnlega mikið hérna fyrir norðan meðan þú ert á fullu í guðfræðinni :) Ég vona að það gangi vel hjá þér.
Hulda (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 20:11
Úff ekkert smá leslisti haha vildi að ég gæti höndlað svona margar bækur í einu.
En fyrst þú biður um bókameðmæli þá held ég að þú hefðir gaman af Good Omens, algjör snilld.
Það er greinilegt að þessi stelpa sem þú minnist á hefur mikla hæfileika. Ég myndi benda henni á þessa síðu sem hún gæti haft gaman af: http://www.ljosmyndakeppni.is/
Bestu kveðjur,
Jakob
. (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:07
Jakob, þú ert maður að mínu skapi! Good Omens er ein snjáðasta bókin í hillunni minni. Ég vildi næstum að ég hefði ekki lesið hana, til þess að ég gæti notið þess aftur að lesa hana í fyrsta skipti! Þakka góð meðmæli!
Þóra Ingvarsdóttir, 19.2.2008 kl. 22:50
Ég mæli með Málsvörn Sókratesar. Ég er að lesa hana núna. Hann er það útsmogin hæðin andskoti að það er í drepfyndið að lesa hann hakka í sig Aþenska réttarkerfið!
Jakob (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.