28.3.2008 | 18:09
Af Þóru og Gunnu
Ég geri mér grein fyrir því að ekki eru allir jafn lánsamir í þessum heimi. Sumt fólk er t.d. svo óheppið að því hefur ekki hlotnast sú ánægja að fá að verða vitni að samtali milli mín og Gunnu. Hér fylgir því listi, alls ekki tæmandi en sem gefur þó ágætis dæmi, með nokkrum þeim efnum sem við Gunna ræddum í nýafstaðinni ferð okkar í Bónus og á kaffihús.
-Jólaskrautið sem heitir englahár hvernig lítur það út? (við rifumst lengi um það, og enduðum á að fara í jólabúðina á Laugaveginum og spyrja. Náunginn ætlaði að láta verslunarstjórann senda okkur tölvupóst um málið)
-Skiptir útlit matar máli? Þ.e.a.s., bragðast rækjur eins í myrkri og ljósi? Mætti nota hvítlauk í stað sveppa, eða sykurpúða? Þetta er mjög líkt í útliti.
-Nöfn gefa fólki ákveðin einkenni (Bubbi gefur t.d. krúttleika, en Tim hálfgerðan aumingjaskap)
-Hvernig myndi kaffihús sem seldi kalt kaffi virka? Væri það gott ef maður hefði vanist því?
-Er hægt að vera áhugamanneskja um höfuðlag? Myndi slík manneskja ræna sérlega fallegum hauskúpum og safna þeim? Og í framhaldi af því ...
-Hvernig myndi maður framkvæma það að ræna hauskúpu úr lifandi manneskju? Og hverjar væru afleiðingar þess?
-Kórverk þar sem allir eru látnir skipta um rödd á síðustu stundu kúl hugmynd eða ekki? (við gerðum línurit til skýringar þessum pælingum)
-Væri gott að vera klofinn persónuleiki uppá skólann að gera? Einn persónuleiki mætir í tíma, þeir skiptast á að læra o.s.frv.
-Er hægt að hafa annan uppruna en foreldrar sínir (t.d. rússneskir foreldrar en íslenskt barn)?
-Er auðveldara að kyngreina stór, flókin dýr (eins og kýr) eða lítil, einföld dýr (eins og bifdýr)?
-Væri hægt að finna upp sjónvarp/útvarp/síma með lykt? Hverjir væru kostir og gallar þess?
-Hvaða orð er best að nota um einhvern sem veit mikið um flugvélar?
Einnig höfum við nýlega rætt mikilvægar spurningar eins og hvernig má komast til meginlands Evrópu frá Íslandi með hestvagni?, hvaða samfélagslegu reglur myndu gilda um giftingu manna og hunda?, og er hægt að fara fram úr sjálfum sér, bókstaflega?. Þess má síðan geta að við getum ekki spilað Scrabble nema finna fyrst hlutlausan dómara með stóra orðabók, okkur er bannað að vera saman í liði í Pictionary/Actionary, og við höfðum lengi sama lykilorð í tölvunum okkar, sama handahófsvalda orðið með sömu viljandi gerðu stafsetningarvillunni, án þess að hafa nokkurskonar samráð um það. Móðir mín er hætt að hlusta þegar við tölum saman fyrir framan hana, því við sleppum svo mörgum orðum og notum svo mörg heimatilbúin orðatiltæki (stafla teningum, brjóta fiðluna, jollíast, sleikja hamstur o.fl) að við erum óskiljanlegar.
Við hyggjumst flytja í sömu íbúð næsta haust - ég á von á að þróun tungumáls okkar verði komin það langt að það geti flokkast sem nýmál eða mállýska uppúr janúarlokum 2009.
Um bloggið
Talhonjik
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 489
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, við verðum klárlega að fara að gefa út orðasafn, engin ætti að þurfa að stafla teningum yfir því :P
Gunna (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 16:33
Nerd alert!!!!!!!
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 30.3.2008 kl. 07:59
Ohh þið eruð æði.
Hulda (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.